Gönguhópurinn byrjar þriðjudaginn 1. sept. n.k.
Eins og undanfarin ár verður gönguhópurinn á fullri ferð þennan veturinn. Við hittumst við sundlaugina kl. 18:10 á þriðjudögum og fimmtudögum, göngum og gerum æfingar í bland. Ásamt vikulegum æfingum er í hverjum mánuði farin a.m.k. ein lengri gönguferð. Nýir göngufélagar eru ávallt velkomnir. Frekari upplýsingar um hópinn má sjá hér á síðunni undir gönguhópur.
Við hlökkum til að sjá ykkur, kennarar Vatn og heilsu