Verkfall og vatnsleikfimi í júní
Kæru iðkendur sem eru skráðir í vatnsleikfimi hjá Vatn og heilsu í júní athugið!
Við ætlum að byrja mánudaginn 5. júní. Þið hafið ekki fengið rukkun inn á heimabankann ykkar þar sem það gæti orðið verkfall og viljum við sjá hvort af námskeiðinu verður áður en við förum að rukka ykkur fyrir það.
Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB aukast af miklum þunga n.k. mánudag þann 5. júní og munu félagsmenn í FOSS stéttarfélagi þá leggja niður störf á ýmsum sviðum. Ef ekki verður samið í dag munu Sundhöll Selfoss loka frá 5. júní, til og með 5. júlí eða þar til samningar hafa náðst.
Ef af verkfalli verður munum við ekki vera með námskeið í júní, endilega fylgist vel með fréttum og við látum vita um leið og við sjáum hvað gerist á fundi hjá samningaraðilum í dag. Endilega látið berast en að auki fá allir sem skráð hafa sig í júní sms frá okkur.
Bestu kveðjur