Um okkur
Hvað er vatnsleikfimi
Vatnsleikfimi er skilgreind sem hreyfing í vatni sem viðheldur og bætir líkamlegt og andlegt þrek. Vatnsleikfimi er framkvæmd í standandi stöðu í ýmist grunnu eða djúpu vatni.
Eiginleikar vatnsins er ótvíræðir og henta sérstaklega vel til þjálfunar. Þyngdarleysi vatnsins gerir okkur m.a. auðveldar með allar hreyfingar og dregur nánast úr öllu álagi á liði líkamans. Þéttni vatnsins er margfalt meiri en andrúmsloftsins sem auðvelt er að nýta sér þegar gerðar eru styrktaræfingar í vatninu. Vatnið sjálft er því kjörið umhverfi til þjálfunar – eykur þol, styrk, liðleika og samhæfingu líkamans.