Verðskrá veturinn 2024-2025.
Vorannarkort
Við bjóðum upp á vorannakort þar sem iðkendur geta keypt fjóra og 1/4 mánuð í senn (janúar til hálfur maí, frí páskavikuna í apríl) með eingreiðslu. Þetta er eingöngu í boði fyrir alla mánuðina.
1x í viku – 29.750 kr. eingreiðsla (7.000 kr. mánuðurinn)
2x í viku – 53.125 kr. eingreiðsla (12.500 kr. mánuðurinn)
3x í viku – 76.500 kr. eingreiðsla (18.000 kr. mánuðurinn)
Stakur mánuður
Mánaðargjald er greitt fyrirfram í gegnum heimabanka. Þegar iðkandi skráir sig endurnýjast áskriftin sjálfkrafa um hver mánaðarmót þangað til henni er sagt upp. Það er engin binding en það þarf að segja áskriftinni upp fyrir 20. hvers mánaðar (sigrun@vatnogheilsa.is eða messenger Vatn og heilsa). Ef greiðsla er ekki greidd af einhverjum sökum áskilur Vatn og heilsa sér rétt til þess að fara með greiðsluna í innheimtuþjónustu bankans.
1x í viku 8.500 kr.
2x í viku 16.000 kr.
3x í viku 22.500 kr.