Vatnsleikfimi í júni !
Við verðum með nokkra hópa í vatnsleikfimi í júni. Sigrún tekur við skráningum í síma 792 6400. Frábær hreyfing í góðum félagsskap 🙂
This author has yet to write their bio.Meanwhile lets just say that we are proud Ásdís contributed a whooping 90 entries.
Við verðum með nokkra hópa í vatnsleikfimi í júni. Sigrún tekur við skráningum í síma 792 6400. Frábær hreyfing í góðum félagsskap 🙂
Þar sem Sundhöll Selfoss verður lokuð dagana 16.-20. maí n.k. þá verður engin kennsla hjá okkur þá vikuna. Við mætum aftur galvösk mánudaginn 23. maí og kennum út maí. Við minnum einnig á að við verðum með sundleikfimi í júní, hægt er að skrá sig hjá kennurum í tímunum ykkar. Bestu kveðjur, kennarar Vatn og […]
Vorhátíð Vatn og heilsu 10. maí 2022 17:30 – Rölt um miðbæinn með leiðsögn og Skyrland skoðað og smakkað. 18:30 – Borðhald í Tryggvaskála – skemmtiatriði í ykkar boði – happadrætti – gleði og gaman 🙂 Matseðill: Kjúklingasúpa Súkkulaðikaka og kaffi Miðar verða seldir í anddyri Sundhallar Selfoss: Mánudaginn 2. maí kl. […]
Við eigum laus pláss bæði í vatnsleikfimi og gönguhóp. Frábær hreyfing í góðum félagsskap 🙂 Áhugasamir hafið samband við Sigrúnu í síma 792 6400.
Sundhöllin verður lokuð í fyrramálið (7. feb.) vegna slæms veðurútlits, við þurfum því að fella niður morguntímann. Við gerum ráð fyrir að kenna kvöldtímana samkvæmt stundatöflu. Kveðja, kennarar Vatn og heilsu
Kæru iðkendur. Það er ánægjulegt að geta sagt að starfsemi Vatn og heilsu verður óbreytt þrátt fyrir nýjar sóttvarnarreglur. Við sjáumst því hress í næsta tíma. Kveðja, kennarar Vatn og heilsu
Setttu heilsuna í forgang á nýju ári og skráðu þig í fjölbreytta heilsurækt hjá Vatn og heilsu. Vatnsleikfimi – laust í eftirfarandi hópa: Morgunhópur I mánu- og miðvikudaga kl. 6:40-7:20 Morgunhópur II þriðju- og fimtudaga kl. 6:40-7:20 Morgunhópur II föstudaga kl. 6:40-7:20 Kvöldhópur I mánu- og miðvikudaga kl. 17:15-18:05 Kvöldhópur II mánu- og miðvikudaga kl. 18:10-19:00 WATER FIT mánu- og miðvikudaga […]
Kæru iðkendur. Við í Vatn og heilsu vonum að þið hafið átt notaleg jól og óskum ykkur farsældar á nýju ári. Við þökkum ykkur fyrir allar góðu samverustundirnar á árinu 2021. Það er von okkar að árið 2022 verða gott til góðra markmiða og samveru og hlökkum við til að takast á við það með […]
Gönguhópur Vatn og heilsu gengur af stað fimmtudaginn 2. sept. n.k. Við hittumst við Sundhöll Selfoss á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:10 og förum æfingagöngur þaðan. Í hverjum mánuði förum við í eina eða tvær fjallgöngur. Nánari upplýsingar um hópinn má finna undir hópar. Allir velkomnir með okkur, þetta er skemmtileg útivera í góðra vina […]
Sundhöll Selfoss við Bankaveg