Entries by Ásdís

,

Vatnleikfimin byrjar á ný mánudaginn 18. maí samkv. tímatöflu !

Vatnsleikfimi hjá Vatn og heilsu hefst að nýju mánudaginn 18. maí skv tímatöflu og standa tímar út maí. Ekki verður sérstaklega rukkað fyrir skráða einstaklinga þessar 2 vikur. Inniklefi kvenna verður lokaður fyrstu 1-2 vikuna. Báðir útiklefarnir verða nýttir fyrir konur. Í ljósi aðstæðna er gott að hafa sérstaklega í huga: Gæta vel að sóttvörnum […]

Vegna áframhaldandi samkomubanns

Nú er komið í ljós að við erum ekki að byrja kennslu á morgun, miðvikudag 15. apríl. Það er ekki búið að gefa út hvenær sundlaugarnar opna aftur en við munum taka stöðuna um leið og það verður og vonandi náum við að kenna einhverja tíma. Góð kveðja frá kennurum Vatn og heilsu 🙂

Tilkynning vegna Covid-19 og samkomubanns

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu höfum við ákveðið að gera hlé á starfsemi okkar á meðan samkomubannið stendur yfir. Við gerum ráð fyrir að starfsemin falli niður frá mánudeginum 16. mars til miðvikudagsins 15. apríl n.k. Iðkendagjöld falla niður á meðan starfsemin liggur niðri. Við látum vita um leið og við teljum öruggt að hefja […]

Vegna boðaðs verkfalls á mánudag og þriðjudag

Ef af verkfalli starfmanna ríkis og bæja verður, verður Sundhöll Selfoss lokuð á mánudag og þriðjudag og því falla allir vatnsleikfimitímar niður hjá okkur þessa daga. Um leið og samningar takast og sundlaugin opnar þá hefjum við kennslu að nýju. Þessar lokanir hafa ekki áhrif á tíma hjá gönguhópnum. Kveðja, kennarar Vatn og heilsu

Jólagleði Vatn og heilsu 2019 !

Jólagleði Vatn og heilsu verður Þriðjudaginn 17. desember kl. 17:15 (fyrir þriðju- og fimmtudagshópa) og Miðvikudaginn 18. desember kl. 17:15 (fyrir mánu- og miðvikudagshópa). Munið eftir pakkaleiknum – jólaálfar taka á móti þeim við innganginn 🙂