Gönguhópur.
mínútur
Gönguhópurinn verður ekki starfandi veturinn 2022-2023.
Ganga er kjörin leið til þjálfunar, auk þess að njóta skemmtilegrar útiveru og fallegrar náttúru. Ganga er einnig tilvalinn viðbót við aðra þjálfun. Æfingar eru tvisvar sinnum í viku, þar sem annars vegar er gengið innanbæjar og áherslan lögð á að auka þol og styrkja hjarta,- lungna- og æðakerfi líkamans og hins vegar er reynt að komast af malbikinu og farið í gönguferðir í nágrenni Selfoss. Mánaðarlega verður farið í lengri gönguferðir með það að markmiði að njóta fallegrar náttúru og útiveru. Í þessum ferðum er ætlunin að ganga á fjöll í okkar nánasta umhverfi. Þátttakendur fá leiðsögn, leiðbeiningar um búnað, mataræði og annað sem viðkemur gönguferðum.
Gjaldskrá:
Stakur mánuður 9.400 kr
Haustönn (sept-des) 30.400kr eða 7.600kr mánuðurinn
Vorönn (jan-maí) 38.000kr eða 7.600kr mánuðurinn
Maki og börn undir 18 ára fá 25% afslátt. Fjölskylduafsláttur 25% – 50% og fjórði frítt.
Helgargöngur; 2000kr fyrir einstaklinga sem ekki greiða mánaðargjald í gönguhópinn (innifalið í mánaðargjaldi gönguhópsfélaga, makar og börn göngufélaga velkomin).
Gönguáætlun
Ásdís Björg Ingvarsdóttir – íþróttafræðingur
asdis@vatnogheilsa.is
Gsm. 862-4915
Æfingar:
Gönguhópurinn æfir 2var sinnum í viku. Á þriðju- og fimmtudögum göngum við úti og blöndum við þá saman gönguferðum, þol- og styrktarþjálfun.
Þriðjudagar kl. 18:10 við sundlaug
Fimmtudagur kl. 18:10 við sundlaug
Markmið þjálfunar:
Þol- og styrktarþjálfun þar sem áhersla er lögð á markvissa þjálfun hjarta- æða-, og lungnakerfis, ásamt stæðstu vöðvahópum líkamans. Þjálfunin miðar einkum að því að efla getu og hæfni einstaklingsins til hvers konar útiveru, þó svo megin áherslan hér sé lögð á gönguferðir til fjalla eða á láglendi. Reglulega látum við hópinn taka þolpróf þar sem hver og einn getur fylgst með sínum framförum. Við leggjum áherslu á að hver og einn fái þjálfun við sitt hæfi og högum við æfingum þannig að allir eiga að geta unnið á sínum hraða. Árangur æfinganna miðast út frá hverjum einstakling en ekki alls hópsins.
Gönguferðir:
Í hverjum mánuði er farin ein dagsferð og þá er gengið annað hvort á laugar- eða sunnudegi. Þessi dagsganga getur annarsvegar verið á fjall eða verið ganga um áhugaverðar slóðir án mikillar hækkunar.
Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um hvort þeir sem ekki eru í gönguhópnum megi koma með í helgargöngurnar. Við bjóðum alla velkomna en fararstjórar geta snúið einstaklingum frá ef þeir meta það svo að útbúnaður eða líkamleg geta sé ekki til staðar fyrir tiltekna gönguferð.
Tryggingar:
Þátttaka í gönguhópi Vatns og heilsu er alfarið á eigin ábyrgð. Þátttakendur eru ekki tryggðir á æfingum né í helgargönguferðum og er það í samræmi við venjur varðandi fjallgöngur, þjálfun og útivist hverskonar. Bendum við ykkur á að kanna hvernig þið eruð tryggð í tómstundum hjá ykkar tryggingarfélagi, oft er þetta innan heimilistryggingar.
Bensínspeningur:
Í helgarferðum notum við einkabíla til að koma okkur á milli staða og skipta farþegar bensínkostnaðinum á milli sín. Við höfum verið að skoða hvernig aðrir sambærilegir hópar haga þessu hjá sér og komumst við að þessari niðurstöðu.
Farþegar taka þátt í bensínkostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig – viðmiðið er 1000 kr fyrir hvern klukkutíma í akstri fyrir hvern farþega.
Dæmi: Tveggja tíma akstur (1 klst hvor leið) með 3 farþega eru samtals 6000.- eða 2000.- á hvern farþega.
Útbúnaðarlisti:
Gönguskór: Í gönguferðir að velja skó sem þið eruð búin að ganga til og styðja vel við ökkla.
Bakpoki: 20-35 l poki er góður í dagsgöngur. Athugið að pokinn henti ykkur, að hann sitji vel á baki og hafi góðar ólar, nauðsynlegt er að pokinn sé með mittisól.
Göngustafir: Betra að hafa tvo en einn, léttir álag á fætur.
Innsta lag:
Nærföt – ullarbolur og ullarbuxur (föðurlandið) er best. Aldrei að klæðast bómullarfötum.
Milli lag:
Göngubuxur – úr flís eða öðru sambærilegu viðurkenndu efni. Hversu þykkar þær þurfa að vera fer eftir á hvaða árstíma gengið er. Aldrei að klæðast gallabuxum í gönguferðum.
Þunn peysa – úr flís eða ull er best. (1-2 stk)
Ysta lag:
Vind- og vatnsheld utanyfir föt (gore-tex) – alltaf að hafa með í bakpokanum.
Þunn dúnúlpa – gott að fara í í pásum, kemur í stað einnar peysu.
Hanskar / vettlingar – úr ull eða flís er best. Alltaf að hafa með í bakpokanum.
Belgvettlingar vatns- og vindheldir – eru nauðsynlegir í vetrargöngum.
Húfa / lambhúshetta / ennisband – alltaf að hafa með í bakpokanum.
Göngusokkar – þykkir eða þunnir fer eftir á hvaða árstíma gengið er.
Legghlífar
Annað:
Sólgleraugu
Skíðagleraugu
Sólarvörn
WC pappír
Kjarngott nesti – ásamt nasli til að maula jafnt og þétt á göngu.
Vatn eða aðra drykki – í lengri göngum að hafa með sér ca. 2 l af vökva. Yfir köldustu mánuðina getur verið gott að hafa heitt á brúsa.