Desember, jólatímar og jólaleikur

Kæru iðkendur.

Nú er desember handan við hornið og hér eru nokkrir punktar sem gott er að vita:

  • Vatnsleikfimin er til 14. desember, þá förum við í jólafrí.
  • Við byrjum aftur mánudaginn 6. janúar á nýju ári.
  • Jólatímarnir okkar verða 9. og 10. desember n.k.
  • Þið skuluð endilega láta vita fyrir 20. desember ef þið viljið kaupa vorannarkort, þá komist þið í jólaleikspottinn.
  • Þeir iðkendur Vatn og heilsu sem kaupa vorannarkort fyrir 20. desember fara í pott og einn heppinn fær 50% afslátt af kortinu sínu. Við drögum á aðfangadag.
  • Skráning fyrir vorönn er hjá sigrun@vatnogheilsa.is

Desemberkveðja, kennarar Vatn og heilsu