Entries by Ásdís

Sumarfrí og skráning fyrir haustið 2025

Starfsemi Vatn og heilsu er komin í sumarfrí. Við byrjum aftur 1. september n.k. Þeir sem voru í vatnsleikfimi núna í maí og létu okkur EKKI vita að þeir vildu EKKI vera með í haust eru forskráðir í september. Þeir sem vilja skrá sig í vatnsleikfimi næsta haust bendum við á að senda fyrirspurn á […]

Takk fyrir frábæra vorhátíð !

Kennarar Vatn og heilsu vilja þakka öllum þeim sem sáu sér fært að gleðjast með okkur á vor- og afmælishátíðinni. Við erum virkilega hamingjusamar með hvernig tókst til og skemmtun okkur konunglega sem við vonum að þið hafið einnig gert. Við viljum sérstaklega þakka þeim sem stigu á sviðið og skemmtu okkur með söng og […]

Kæru iðkendur

Kæru iðkendur Takk kærlega fyrir frábæra vorhátíð. Án ykkar væri þetta ekki svona gaman <3 Nú erum við komin í sumarfrí þangað til 1. september n.k. Þeir sem voru í vatnsleikfimi núna í maí og létu okkur EKKI vita að þeir vildu EKKI vera áfram eru forskráðir í september. Skráningar fyrir næsta haust eru á: […]

Vorhátíð Vatn og heilsu og miðasala

Vorhátíð Vatn og heilsu verður þriðjudaginn 14. maí n.k. Að þessu sinni ætlum við að slá saman vorhátíð og 25 ára afmæli Vatn og heilsu sem var s.l. haust. Fjörið hefst kl. 19:00 í Sviðinu í miðbæ Selfoss og stendur til kl. 22:00. Við minnum á miðasölu á mánudaginn, 29. apríl í Sundhöll Selfoss frá […]

Vinningshafinn í jólaleiknum

Það var dreginn út vinningshafi í jólaleiknum okkar á aðfangadag. María Hauksdóttir var dregin upp úr pottinum, til hamingju María. Kveðja, kennarar Vatn og heilsu

Gleðilega hátíð

Kæru iðkendur. Við hjá Vatn og heilsu óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Við þökkum allar ánægjulegu stundirnar í vatninu á liðnu ári og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári. Jóla- og nýárskveðja, kennarar Vatn og heilsu

Vorannarkort

Starfsemin hjá okkur í vatnsleikfiminni þennan veturinn verður út 17. maí. Við ætlum að bjóða iðkendum okkar upp á vorannarkort sem gildir frá 1. janúar til 17. maí (4 og hálfur mánuður). 1x í viku 27.000.- 2x í viku 54.000.- 3x í viku 81.000.- Skráning sigrun@vatnogheilsa.is Þeir sem kaupa vorannarkort fyrir 20. desember n.k. fara […]

Jól og áramót 2023

Kæru iðkendur. Það verða jólatímar í öllum í hópum 18. og 19. desember, allir að mæta jólalegir í jólaskapi 🙂 Sundhöllin er lokuð jóladag 25. des., annan í jólum 26. des. og nýársdag 1. janúar og er því engin kennsla þessa daga. Aðra daga kennum við samkvæmt stundatöflu. Jólakveðja, kennarar Vatn og heilsu.