Vorannakort 2025

Kæru iðkendur.

Við ætlum að bjóða iðkendum okkar upp á vorannarkort sem gildir frá 6. janúar til 16. maí (4 og 1/4 mánuður þar sem við tökum frí páskavikuna 14.-18. apríl). Vorannarkortin þarf að greiða með eingreiðslu.

Verð:

  • 1x í viku = 29.750.-
  • 2x í viku = 53.125.-
  • 3x í viku = 76.500.-

Þeir sem vilja nýta sér þennan möguleika skrá sig hjá Sigrúnu í sigrun@vatnogheilsa.is eða sendið sms í síma 7926400.

Þeir sem kaupa vorannakort fyrir 20. desember n.k. komast í jólaleikspottinn okkar. Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út á aðfangadag og fær 50% afslátt af vorannarkortinu sínu.