Nýtt upphaf hjá Vatn og heilsu

Nýtt upphaf hjá Vatn og heilsu – með sama hlýja andrúmsloftinu

Við erum spenntar að deila með ykkur ánægjulegum tíðindum! Frá og með 1. september tóku Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Stella Rúnarsdóttir við rekstri Vatn og heilsu.

Aníta og Stella eru báðar kraftmikla og metnaðarfullar, með mikla reynslu af þjálfun og heilsubætandi starfi. Þær hlakka til að kynnast ykkur betur og halda áfram að skapa jákvætt og hlýlegt umhverfi fyrir alla sem sækja Vatn og heilsu.

Það verður engin breyting á daglegu starfi – sömu frábæru kennararnir verða áfram með ykkur og við munum einnig vera í góðu samstarfi með þeim og vera þeim innan handar.

Við viljum þakka ykkur öllum fyrir yndislegar stundir og hlökkum til að fylgjast með næsta kafla í þessari fallegu vegferð.

Með hlýjum kveðjum,

Beta, Sigrún og Ásdís