Vorhátíð Vatn og heilsu 2019 !

Vorhátíð Vatn og heilsu 🙂

Þriðjudaginn 23. apríl nk. gerum við okkur glaðan eftirmiðdag og höldum  vorhátíð Vatn og heilsu.

Að þessu sinni verður gleðskapurinn í Sundhöll Selfoss og Tryggvaskála.

Við byrjum á Zumba tíma í Sundhöll Selfoss, útilaug kl. 17:30.

Þema kvöldsins er  höfum gaman saman!

Í Tryggvaskála gæðum við okkur á :

Sjávarréttasúpu með heimabökuðu brauði, þeyttu smjöri, hummus og tapenade.

Mexikó kjúklingasúpu með nacos, sýrðum rjóma og osti.

Kaffi – te  og afmæliskaka.

Verð fyrir manninn kr. 3.900.-

Ýmislegt verður gert til skemmtunar og eru skemmtiatriði frá hópum vel þegin.

Einnig verður keppt um farandbikar Vatn og heilsu og stóru spurningarnar eru í hverju? og hvaða hópur vinnur hann í ár?

Skráning stendur yfir hjá kennurum..

Allir að mæta!

Hlökkum til að sjá ykkur

Kennarar Vatn og heilsu