HAF Yoga með Hrönn

HAF Yoga – Jóga í vatni með Hrönn.

Mánudaginn 16. september hefst 6 vikna námskeið í samvinu við VATN & HEILSA í innilauginni á Selfossi. Kennt er á mánudögum kl.16:30- 17:10. Verð er 9.000 kr. og skráning er hjá Hrönn í síma 6962134 eða hronn@hronnart.com. Á námskeiðinu er unnið með aðlagaðar jógaæfingar í vatni og lagt áhersla á flæðisæfingar, stöður, öndun, hugleiðslu og tónheilun. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu. Það má því með sanni segja að þessir tímar endurnæra bæði sál og líkama.

Hrönn er viðurkenndur HAF Yoga kennari og menntaður framhaldsskólakennari með reynslu írúm 20 ár