Starfsemi Vatn og heilsu stöðvast fimmtudaginn 25. mars vegna Covid-19

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða þá mun starfsemi Vatn og heilsu stöðvast fimmtudaginn 25. mars n.k., þegar nýjar reglur taka gildi. Þessar nýju sóttvarnareglur eiga að vara í þrjár vikur og munum við byrja aftur um leið og við fáum grænt ljós.

Við munum kenna alla tíma í dag, miðvikudaginn 24. mars.

Eins og áður falla æfingagjöld niður á meðan á lokun stendur.

Kveðja, kennarar Vatn og heilsu