Gönguhópur Vatn og heilsu fer af stað fimmtudaginn 2. sept.

Gönguhópur Vatn og heilsu gengur af stað fimmtudaginn 2. sept. n.k. Við hittumst við Sundhöll Selfoss á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:10 og förum æfingagöngur þaðan. Í hverjum mánuði förum við í eina eða tvær fjallgöngur. Nánari upplýsingar um hópinn má finna undir hópar. Allir velkomnir með okkur, þetta er skemmtileg útivera í góðra vina hópi.

Gönguáætlun haust 2021

Skráning og upplýsingar hjá Ásdísi í síma 862-4915 eða asdis@vatnogheilsa.is