Tilkynning vegna Covid-19 og samkomubanns

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu höfum við ákveðið að gera hlé á starfsemi okkar á meðan samkomubannið stendur yfir. Við gerum ráð fyrir að starfsemin falli niður frá mánudeginum 16. mars til miðvikudagsins 15. apríl n.k. Iðkendagjöld falla niður á meðan starfsemin liggur niðri.

Við látum vita um leið og við teljum öruggt að hefja starfsemina að nýju.

Við hvetjum alla til að hugsa vel um sig, hreyfa sig daglega, huga að góðri næringu og góðum nætursvefni. Við munum koma með sniðugar hugmyndir að æfingum til að gera heima við bæði hér á síðunni og á facebook.

Bestu kveðjur, kennarar Vatn og heilsu