Vatnsleikfimin sett í bið næstu tvær vikurnar

Heil og sæl kæru iðkendur.

Í ljósi aukinna smita í samfélaginu og hertra aðgerða stjórnvalda þá höfum við ákveðið að setja vatnsleikfimina í bið næstu 2 vikurnar. Stöðvunin varir frá mánudeginum 5. október til og með sunnudeginum 18. október n.k.

Æfingagjöld verða felld niður á meðan starfsemin er ekki í gangi.

Bestu kveðjur, kennarar Vatn og heilsu