Byrjum aftur á nýju ári !

Kæru iðkendur.

Þar sem eindreginn vilji sóttvarnateymis landsins er að við förum okkur hægt í desember og stuðlum þannig að því að við getum átt gleðileg jól með okkar nánustu, þá ætlum við í Vatn og heilsu að fara eftir þeim tilmælum. Núgildandi reglur vara til 12. janúar og við vonum svo sannarlega að við getum tekið á móti ykkur á laugarbakkanum sem fyrst á nýju ári.

Við í Vatn og heilsu óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum ykkur allar góðu samverustundirnar á árinu 2020, þó þær hefðu svo sannarlega mátt vera fleiri. Við hlökkum til að hitta ykkur að nýju á árinu 2021 og eiga með ykkur góðar stundir í lauginni.

Jólakveðja, kennarar Vatn og heilsu