Skráning farin af stað fyrir veturinn 2022-2023

Við erum farnar að skrá í hópana okkar fyrir veturinn. Þið sem voruð á skrá í vor haldið sjálfkrafa áfram en aðrir þurfa að skrá sig að nýju. Við bjóðum nýja iðkendur ávallt velkomna í vatnsleikfimisfjölskylduna okkar. Hægt er að sjá hvaða hópar eru í boði undir tímatafla eða hópar. Skráning fer fram hjá Sigrúnu í síma 7926400 eða sigrun@vatnogheilsa.is.