Júní námskeiðið í vatnsleikfimi fellur niður

Eins og lesa má í fréttum þá er allsherjar verkfall skollið á sem þýðir að starfsmenn sundhallarinnar eru fjarri góðu gamni og Sundhöll Selfoss lokuð. Í ljósi þessa höfum við tekið þá ákvörðun að fella alfarið niður fyrirhugað júní námskeið í vatnsleikfimi.

Vatnsleikfimin byrjar aftur föstudaginn 1. september samkvæmt stundatöflu, nánar auglýst síðar.

Við óskum ykkur gleði og gæfu í sumar 🙂