Entries by Ásdís

Vegna boðaðs verkfalls á mánudag og þriðjudag

Ef af verkfalli starfmanna ríkis og bæja verður, verður Sundhöll Selfoss lokuð á mánudag og þriðjudag og því falla allir vatnsleikfimitímar niður hjá okkur þessa daga. Um leið og samningar takast og sundlaugin opnar þá hefjum við kennslu að nýju. Þessar lokanir hafa ekki áhrif á tíma hjá gönguhópnum. Kveðja, kennarar Vatn og heilsu

Jólagleði Vatn og heilsu 2019 !

Jólagleði Vatn og heilsu verður Þriðjudaginn 17. desember kl. 17:15 (fyrir þriðju- og fimmtudagshópa) og Miðvikudaginn 18. desember kl. 17:15 (fyrir mánu- og miðvikudagshópa). Munið eftir pakkaleiknum – jólaálfar taka á móti þeim við innganginn 🙂

HAF Yoga með Hrönn

HAF Yoga – Jóga í vatni með Hrönn. Mánudaginn 16. september hefst 6 vikna námskeið í samvinu við VATN & HEILSA í innilauginni á Selfossi. Kennt er á mánudögum kl.16:30- 17:10. Verð er 9.000 kr. og skráning er hjá Hrönn í síma 6962134 eða hronn@hronnart.com. Á námskeiðinu er unnið með aðlagaðar jógaæfingar í vatni og […]

Greiðslusamningar Vatn og heilsu!

Við verðum í Sundhöll Selfoss til að endurnýja samninga og gera samninga hjá nýjum iðkendum: Mánudaginn 2. 9. frá kl. 16:30-20:00. Þriðjudaginn 3. 9. frá kl. 15:30-17:15. Mánudaginn 9. 9. frá kl. 16:30-20:00. Þriðjudaginn 10. 9. frá kl. 15:30-17:15. Við minnum nýja iðkendur að hafa greiðslukortin meðferðis.

Langar þig að vera með í skemmtilegri leikfimi í vetur!!

Nú er tækifærið að koma og vera með okkur í skemmtilegri leikfimi í vetur. Við eigum nokkur pláss laus í flesta hópa þannig að endilega skoðið hópana hjá okkar og tímatöfluna og sjáið hvort vatnleikfimi er ekki eitthvað sem gæti hentað ykkur. Skráning er hjá beta@vatnogheila.is, s: 8475212, sigrun@vatnogheilsa.is, s: 8657051 og asdis@vatnogheilsa.is, s: 8624915.