Entries by Ásdís

Vatnsleikfimin sett í bið næstu tvær vikurnar

Heil og sæl kæru iðkendur. Í ljósi aukinna smita í samfélaginu og hertra aðgerða stjórnvalda þá höfum við ákveðið að setja vatnsleikfimina í bið næstu 2 vikurnar. Stöðvunin varir frá mánudeginum 5. október til og með sunnudeginum 18. október n.k. Æfingagjöld verða felld niður á meðan starfsemin er ekki í gangi. Bestu kveðjur, kennarar Vatn […]

,

Gönguhópurinn – septemberáætlun !

Þá er gönguhópurinn lagður af stað inn í veturinn með fullt af spennandi gönguferðum framundan. Hér má sjá áætlunina fyrir: September Gönguáætlun vetrarins og nánari upplýsingar um hópinn má sjá hér á síðunni undir hópar. Við tökum vel á móti nýjum göngufélögum 🙂

Gönguhópurinn byrjar þriðjudaginn 1. sept. n.k.

Eins og undanfarin ár verður gönguhópurinn á fullri ferð þennan veturinn. Við hittumst við sundlaugina kl. 18:10 á þriðjudögum og fimmtudögum, göngum og gerum æfingar í bland. Ásamt vikulegum æfingum er í hverjum mánuði farin a.m.k. ein lengri gönguferð. Nýir göngufélagar eru ávallt velkomnir. Frekari upplýsingar um hópinn má sjá hér á síðunni undir gönguhópur. […]

Afhending korta og kortasamningar nýrra iðkenda

Við tökum vel á móti ykkur í afgreiðslu Sundhallar Selfoss Þriðjudaginn 1. sept. frá kl. 15:30 til 17:15 og Miðvikudaginn 2. sept. frá kl. 16:45 til 20:00. Við minnum einnig nýja iðkendur á að hafa greiðslukort meðferðis og skrifa undir kortasamning fyrir veturinn. Bestu kveðjur, kennarar Vatn og heilsu

Sumarfrí Vatn og heilsu !

Þá er starfsemi Vatn og heilsu komin í sumarfrí. Við þökkum fyrir samveruna í vetur og megið þið njóta sumarsins sem allra best 🙂 Við byrjum aftur eftir frí þriðjudaginn 1. september n.k. 🙂

,

Vatnleikfimin byrjar á ný mánudaginn 18. maí samkv. tímatöflu !

Vatnsleikfimi hjá Vatn og heilsu hefst að nýju mánudaginn 18. maí skv tímatöflu og standa tímar út maí. Ekki verður sérstaklega rukkað fyrir skráða einstaklinga þessar 2 vikur. Inniklefi kvenna verður lokaður fyrstu 1-2 vikuna. Báðir útiklefarnir verða nýttir fyrir konur. Í ljósi aðstæðna er gott að hafa sérstaklega í huga: Gæta vel að sóttvörnum […]

Vegna áframhaldandi samkomubanns

Nú er komið í ljós að við erum ekki að byrja kennslu á morgun, miðvikudag 15. apríl. Það er ekki búið að gefa út hvenær sundlaugarnar opna aftur en við munum taka stöðuna um leið og það verður og vonandi náum við að kenna einhverja tíma. Góð kveðja frá kennurum Vatn og heilsu 🙂

Tilkynning vegna Covid-19 og samkomubanns

Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu höfum við ákveðið að gera hlé á starfsemi okkar á meðan samkomubannið stendur yfir. Við gerum ráð fyrir að starfsemin falli niður frá mánudeginum 16. mars til miðvikudagsins 15. apríl n.k. Iðkendagjöld falla niður á meðan starfsemin liggur niðri. Við látum vita um leið og við teljum öruggt að hefja […]